Í hnotskurn snúast velheppnuð almannatengsl um að fanga athygli rétta fólksins á réttum tíma og að rétt sé staðið að öllu. Almannatengsl fjalla að jöfnu um samskipti og hegðun þeirra sem að þeim koma. En til þess þarf fagfólk í almannatengslum. Stóra spurningin er, hvernig velur maður sér almannatengslaráðgjöf? Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:
Fyrirvari: Áður en lengra er lesið er rétt að það komi fram að Cohn & Wolfe og systurfyrirtækið MediaCom hafa mikla hagsmuni af virkum fjölmiðla- og auglýsingamarkaði þar sem MediaCom hefur jafnan verið á meðal stærstu viðskiptavina fjölmiðlanna undanfarin ár og eina sjálfstæða birtingarhús landsins, óháð hagsmunaárekstrum. Hafandi sagt það þá eru sumir hlutir þó þannig að þá verður að segja, vegna þess að það er rétt að gera það – þótt það geti kostað eitthvað. Það sem á eftir fer ber að lesast með þeim gleraugum.
Á vef (viðtal í blaðinu) Viðskiptablaðsins er þann 22. september sl. greint frá því að Icelandair hafi viljað taka vörumerkið aftur til sín með því að segja upp viðskiptum við Íslensku auglýsingastofuna, sú aðgerð hafi ekkert með fyrri störf nýs markaðsstjóra sem kom frá Hvíta húsinu að gera, heldur hafi verið komin tími á breytingar.
Þrátt fyrir að íslenska stjórnkerfið sé lítið í samanburði við það sem milljónaþjóðfélög reka þá getur orðið tafsamt fyrir einstaklinga að leita þar réttar sín eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Talsverða sérfræðiþekkingu og yfirlegu þarf til að skilja lög og reglugerðir sem taka til samskipta borgaranna við stjórnsýslunna og enn tafsamara getur verið að átta sig á samspili regluverks og stjórnsýslu.
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á vísi.is þar sem hún talar um Aldurssmánun samtímans. í greinninni er fjallað um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru. Ekki má gleyma því að öll lærum við flest af öðrum. Breyta þarf menningunni með hraði. Þeir eldri þurfa að kenna þeim yngri að læra að læra svo þeir yngri geta tekið við af þeim til framtíðar.
Stjórnvöld virðast sinna eftirlitshlutverki sínu ýmist of lítið og illa, eða af offorsi. Fyrir vikið lúta fyrirtæki í lægra haldi fyrir keppinautum sem stunda óheiðarlega viðskiptahætti, sprotar ná ekki að komast á legg því þeir drukkna undir fargani skrifræðis auk þess sem heiðarleg markaðsráðandi fyrirtæki fá ekki nauðsynlega leiðbeiningu.
Guðjón Heiðar Pálsson segir íslenskum fyrirtækjum hætta til að velja sk. geiraforstjóra frekar en fagforstjóra til að stýra rekstrinum. „Þekkingarlega stendur þó fagforstjórinn skörinni hærra en geiraforstjórinn, enda hefur fagforstjórinn menntað sig sérstaklega með einhverjum hætti til að gegna starfinu.“

Shanghai, 3. mars 2015
Cohn & Wolfe hefur ráðið Harriet Gaywood sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins á meginland Kína. Hún mun taka við að Lydia Shen sem unnið hefur í níu ár hjá fyrirtækinu en lætur nú af störfum.

San Francisco, 19. febrúar 2015
Cohn & Wolfe hlaut tvenn In2 SABRE verðlaun sem veitt voru við hátíðlega athöfn í San Francisco. Verðlaunin voru veitt fyrir vinnum með Microsoft Devices og Panasonic.

New York, 3. febrúar 2015